Bætum lífskjör ungs fólks

  • Fjölga þarf valkostum í húsnæðismálum. Ráðast þarf í aðgerðir sem stuðla að auknu framboði eignar-, leigu- og búsetturéttaríbúða.
  • Fjölga þarf spennandi atvinnutækifæri með því a búa vel að verk- og iðnnámi, framhaldsmenntun, rannsóknum og nýsköpunarfyrirtækjum.
  • Styðja þarf betur við barnafjölskyldur með því að lengja fæðingarorlof og hækka greiðslur, auka stuðning vegna húsnæðis og barnabætur eiga að ná til fleiri en þeirra allra tekjulægstu.

Lesa...

Menntasókn gegn brotthvarfi

  • Hefja þarf skimun fyrir áhættuþáttum brotthvarfs fyrr. Inngrip og leiðsögn fyrr í námsferlinu er til bóta.
  • Efla þarf starf- og námsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum og bjóða upp á sálfræðiþjónustu.
  • Auka þarf nemendamiðað skólastarf. Horfa þarf sérstaklega til hópa sem eru útsettari en aðrir til að hverfa úr námi þar á meðal lesblindir nemendur og ungmenni af erlendum uppruna.

Lesa...

Styttum vinnuvikuna

  • Hér á landi er hlutfall þeirra sem vinna meira en 50 tíma á viku hvað mest allra í Evrópu en hlutfallið er mun minna á hinum Norðurlöndunum.
  • Tilraunaverkefni um styttri vinnuviku hefur gengið vonum framar í Reykjavík.
  • Ríkið á að standa fyrir úttekt á þjóðhagslegri arðsemi þess að stytta vinnuvikuna, búa til hvata fyrir sveitarfélög og fyrirtæki að stytta vinnuvikuna og kalla viðeigandi aðila saman að borðinu.
  • Styttri vinnuvika er hagur okkar allra.

Lesa...